Ríkisútvarpið ohf., kt. 600307-0450, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík (RÚV) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, kt. 711297-3919, Engjateigi 11, 105 Reykjavík (LSR), hafa orðið sammála um skilmálabreytingu á skuldabréfum í skuldabréfaflokki með auðkennið RUV 00 1, ISIN númer IS0000006393, sem útgefin voru þann 1. október 2000 af RÚV, upphaflega að fjárhæð samtals 2.250.000.000 kr., með 46 jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á sex mánaða fresti.  Lánið er verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og er upphafsvísitala lánsins 183,7. Upphaflegur lokagjalddagi var 1. október 2023. LSR er eigandi alls skuldabréfaflokksins.